Ölvun ógildir miðann; ætli þetta eigi við um alþingiskosningar?

Ég hef mikið verið að spá í hvaða flokk ég ætli að kjósa í komandi Alþingiskosningum, en kemst bara ekki að niðurstöðu. Ef kosið yrði á morgun held ég að ég myndi skila auðu, eða einfaldlega sleppa því að gera mér ferð á kosningastað. Gefa bara skít í þetta. Leyfa öllum að hneykslast á því hvers vegna ég nýti ekki minn lýðræðislega rétt og hvort mér sé alveg sama um lýðræðið, hvort ég sé kannski bara anarkisti og allt það.

Fékk þessa romsu yfir mig frá ákveðnum samnemenda mínum í stjórnmálafræðinni þegar ég tjáði þeim að ég hefði bara gleymt að kjósa í háskólakosningunum um daginn. Að sjálfsögðu var það lygi, því ég einfaldlega nennti ekki að kjósa.

Annars sá Vaka um að minna mig á kosningarnar með 5 mínútna millibili með sms-um og símhringingum, þannig að ég hefði svo sem aldrei getað gleymt þeim. Ég þarf varla að taka það fram að flestir þeir sem bjóða sig fram fyrir Vöku eru bláir í gegn og allir vita hvað Sjálfstæðismönnum finnst gaman að hringja í fólk á elleftu stundu til að gá hvort þeir séu ekki örugglega búnir að kjósa og hvort þeir hafi ekki kosið "rétt". Buðust meira að segja að ná í mig á Selfoss og keyra mig í bæinn, hefði átt að leyfa þeim að koma og gefa þeim vitlaust heimilsfang og slökkva svo á símanum.

En ef ég vík aftur að alþingiskosningunum þá finnst mér það vera bull að það sé miklu betra að skila auðu, heldur en að spara sér bara ferðina og sleppa því að mæta, því það kemur út á eitt. Finnst eitthvað kjánalegt við að keyra á kjörstað, bíða í biðröð eftir því að komast í kjörklefann ef maður ætlar sér aldrei að kjósa neinn hvort sem er. Ef auðu seðlarnir myndu hins vegar hafa einhver raunveruleg áhrif þá myndi þetta horfa öðruvísi við.

Ég legg til að málið verði sett í nefnd og aðum kjörseðlum verði fundið eitthvert gildi. T.d. ef auðir seðlar færu yfir 50%, eða væru fleirri en öll atkvæði stærsta flokksins þá ætti engin flokkur að komast til valda og einhver málamiðlun yrði fundinn, kannski eitthvert sérfræðingaveldi. Þetta fyrirkomulag myndi allavega ýta á flokkana til að þjóna fólkinu sem best. 

Annars er best að ég hætti núna, er orðið helv... langt og leiðinlegt blokk, langaði bara að koma þessari hugmynd á framfæri áður en einhver annar stelur henni og verður frægur


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Daði Már Sigurðsson

Ég fékk nú hringingu í síðustu kosningum frá Röskvu og ég spurður hvort ég ætlaði ekki örugglega að nýta atkvæðið. Ég nennti ekkert að útskýra neitt, sagðist bara ætla að kjósa. Svo var hringt aftur í mig á kjördag og mér boðið far á kjörstað...og ég sendi þá á rangan stað og slökkti á símanum

Vaka hringdi líka í mig, en ég sagði þeim bara að ég væri kominn í annan skóla. Skil ekki hvaða gömlu nemendaskýrslur þessir tappar eru að nota... 

Daði Már Sigurðsson, 8.3.2007 kl. 19:06

2 Smámynd: Böðvar Einarsson

Þeim er nær að vera að angra fólk með endalausum hringingum, nóg að senda bara eitt sms á línuna

Böðvar Einarsson, 8.3.2007 kl. 21:11

3 Smámynd: Gísli Einar Ragnarsson

Blessaður. Ég fékk nú þá flugu í kollinn eftir síðustu kosningar að telja ætti auð atkvæði sér og ógild sér. Ef auðu atkvæðin væru talin sér, myndu flokkarnir fá hugmynd um hversu mikið af kjósendum hefðu ekki skýran valkost sem höfðaði til þeirra. Þá gætu flokkarnir unnið markvisst að því að brúa bilið og vinna til sín fylgi þessa ónýtta markhóps.

Gísli Einar Ragnarsson, 11.3.2007 kl. 23:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Böðvar Einarsson
Böðvar Einarsson
Nemi í stjórnmálafræði og Nallari með meiru

Skoðanakönnun!!

Hvern af eftirtöldum mönnum mynduð þið mest vilja fótbrjóta?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 167

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband