Sameinaðir stöndum vér, sundraðir föllum vér!!

Eiki Hauks rauðhærður og stoltur af því! Eða hvað?

Ég var að glugga fréttablaðið í gær og þar sá ég litla frétt, sem stakk mig svona svakalega í hjartað, að ég hef sjaldan lent í öðru eins. Og þegar ég tala um stungu í hjartað, þá er ég ekki að meina stungu eftir einhvern svissneskan aumingja, heldur fokkings samúrajasverð.

Rauðhærða rokkhetjan Eiki Hauks litaði hárið á sér BRÚNT fyrir Eurovision myndbandið sitt… WTF!!

Fyrir samfélag rauðhærðra er þetta álíkað sjokk eins og fyrir homma ef Páll Óskar myndi fara aftur inn í skápinn, eða fyrir konur eins og ef Bríet Bjarnhéðinsdóttir myndi ganga aftur og láta græða á sig typpi, ganga í Sjálfstæðisflokkinn og verða forsætisráðherra.

Og ekki nóg með að hann litaði það brúnt, heldur litaði hann það kastaníubrúnt og allir vita að þeir sem eru með kastaníubrúnt hár eru rauðhærðir í afneitun.

Það er ljóst að það verður að taka upp þetta myndband aftur eða gera einhvern fjandann við það gamla þannig að Eiki Hauks verði aftur rauðhærður. Annars getur allt farið til fjandans. Rauðhærðir fara að skammast sín fyrir hár sitt og kastaníubrúnt (það ógeðis hugtak) verður aftur vinsælt. Þetta gerir að sjálfsögðu ekkert annað en að ala á fordómum og rauðhærðir verða stimplaðir sem annars flokks fólks, eins og örfhentir, gamlingjar og öryrkjar. Við megum hreinlega ekki við því að missa eina af okkar fáu hetjum 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gísli Einar Ragnarsson

Er Eiríkur Hauksson hetjan þín?

Gísli Einar Ragnarsson, 20.3.2007 kl. 22:55

2 Smámynd: Böðvar Einarsson

Ekki spurning...Kallinn er að túra með gömlum meisturum eins Ken Hensley(uriah heep) og Brian Robertson(Thin Lizzy). Hann er  fremstur meðal rauðhærðra

Og hver man ekki eftir smellunum, Gaggó vest og Sekur... Allavega man Pálmi pottþétt eftir Gaggó Vest.

Böðvar Einarsson, 20.3.2007 kl. 23:49

3 Smámynd: Gísli Einar Ragnarsson

 Er Simply Red þá ekki í uppáhaldi hjá þér líka?

Gísli Einar Ragnarsson, 21.3.2007 kl. 00:20

4 identicon

Hahaha ekki vissi ég nú samt að Eiki Hauks hefði verið í Start:P  Annars hef ég alltaf litið á sjálfa mig sem mjöög svo fyrsta flokks með mitt yndislega rauða hár hehe og er ekkert móðguð yfir því að hann hafi litað sitt kastaníbrúnt ég meina gjörsvovel, hans missir ;D

Ragna frænka;) (IP-tala skráð) 21.3.2007 kl. 11:59

5 identicon

Jæja minn ástkæri bróðir, ég vil óska þér til hamingju með þessa kjánalega síðu og bíð ég spenntur eftir að lesa um líf þitt á vefaldarvefnum, hvort þú færð þér Cherios eða Coca Puffs á morgnana eða ost eða skinku ofan á brauð þitt. Ég hef séð að þið þarna í minnihlutanum eruð að tapa einni af ykkar stjörnum og finn ég til með í hjarta þínu og ykkar og að sjálfsögðu er þetta mikill missir, nú er bara að sitja og vona að Steingrímur J Sigfússon sé eilífur, annars held ég að endalokin nálgist á ljóshraða.

                                                 Sendi þér og ykkur kveðju guðs og mína

? (IP-tala skráð) 21.3.2007 kl. 13:03

6 Smámynd: Daði Már Sigurðsson

Ég hélt að Riise væri idolið þitt....vonandi ekki Steingrímur J.

Annars var Eiki Hauks klárlega svalari rauður... 

Daði Már Sigurðsson, 21.3.2007 kl. 19:55

7 identicon

 

Tja einhverntíman í den þá kaus rauðhærða þruman er hann var yngri og vitlausari vinstri græna, og böðvar getur engan vegið snúið sér út úr þessu því ég er með minni sem höfrungur!

                               Alla vega ekkert gullfiskaminni minn kæri !

                                                   Þinn einlægi og góðhjartaði bróðir

? (IP-tala skráð) 21.3.2007 kl. 21:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Böðvar Einarsson
Böðvar Einarsson
Nemi í stjórnmálafræði og Nallari með meiru

Skoðanakönnun!!

Hvern af eftirtöldum mönnum mynduð þið mest vilja fótbrjóta?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 167

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband