Úr einu í annað

Loksins er ég búinn með ritgerðina sem ég byrjaði á fyrir viku síðan. Ekki það að ég sé búin að sitja sveittur átta tíma á dag í heila vikur, heldur vinn ég afskaplega hægt. Það er ótrúlegt hvað ég get verið lengi að koma mér í ritgírinn og það er enn ótrúlegra hvað hann varir stutt. Ég hlýt hreinlega að vera með athyglisbrestErrm.

Annars fjallaði ritgerðin um ólguna í Mið-Austurlöndum, sem er nú áhugavert efni út af fyrir sig og eitthvað sem maður heyrir um í fréttum á hverjum degi. Það litla álit sem ég hafði á Bush og utanríkisstefnu hans hvarf hins vegar algerlega eins og dögg fyrir sólu. Þeir eru hreinlega með puttana í öllum málum allra landa, annað hvort með óbeinum eða beinum hætti. Magnaðir andskotar þessir kanar. Það er ótrúleg hræsni að ráðast inn í lönd eins og Afganistan og Írak til að stuðla að lýðræði í heiminum eins og þeir segja, en eru svo "bestu vinir aðals" í Sádí-Arabíu og Egyptalandi, sem eru mestu einræðisríki í heiminum. Þar mega menn ekki prumpa á almannafæri án þess að vera drepnirNinja. Sennilega þess vegna sem þeir nenna ekki að skipta sér af því. Það er náttúrulega engin ólga í þessum löndum, vegna þess fólkið má ekkert og veit ekkert, annars er það bara grýtt til dauða eða guð má vita hvað…Já og svo eiga Sádarnir náttúrulega ¼ af allri olíu í heiminum.

Ætla nú ekki að fara nánar út í þetta þar sem stjórnarandstæðan hér á landi er búin að sjá til þess að landsmenn eru komnir með grænar bólur af þessum umræðum um innrásirnar í Afganistan og Íran og hvað þá þessum blessaða lista, sem Dabbi og Dóri skrifuðu undir. Heyrði einhverja konu vera að tuða yfir listanum í fréttum alveg bálreið. Allt í lagi að nefna afleiðingarnar af þessum stríðum, þ.e.a.s. borgarastyrjaldir og allt það, en í guðanna bænum sleppið þessum lista. Það er orðið hálf kjánalegt. Ég held líka að stjórnarandstæðan ætti fjalla um eitthvað sem skiptir máli fyrir nútímann og framtíðina í stað þess að vera að velta sér endalaust upp úr þessu.

Það er líka svo stutt síðan þeir gerðu sig að fífli með þessa klámráðstefnu, vildu fara að ræða það sérstaklega á Alþingi þótt nokkrir klámhundar komi til landsins.

Spurning hvort VG hefðu látið loka landinu ef þeir hefðu verið í ríkisstjórn


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gísli Einar Ragnarsson

Hjartanlega sammála þér Böddi. Stjórnarandstæðan verður að fara að velja eitthvað af þessum málefnum til að fara ítarlega oní. Þessi strategía hjá frænku hans Ara er um að nöldra yfir bókstaflega öllu er ekki að virka. Held að það sé ein meginástæðan fyrir því að þeir séu að tapa fylgi til hetjanna í VG.

Gísli Einar Ragnarsson, 19.3.2007 kl. 20:06

2 Smámynd: Böðvar Einarsson

Jebb!! Ég held að Samfylkingin hafi gert huge mistök þegar þeir lætu Össur víkja fyrir Sollu stirðu.... Sorry Ari

Böðvar Einarsson, 19.3.2007 kl. 23:28

3 identicon

Jæja Böðvar kallinn, ég er talsmaður stjórnarandstöðunnar, var ein af stofnendum VG, varðandi listann góða, um að gera að hamra á því svo að sú vitleysa gerist ekki aftur, kaninn ætlar jú inní Íran.  Annars er ég ánægð með þig, æska landsins á þá von eftir allt saman.........

Lilja super-frænka (IP-tala skráð) 20.3.2007 kl. 16:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Böðvar Einarsson
Böðvar Einarsson
Nemi í stjórnmálafræði og Nallari með meiru

Skoðanakönnun!!

Hvern af eftirtöldum mönnum mynduð þið mest vilja fótbrjóta?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband