13.3.2007 | 16:22
Þriðjudagar til þrautar
Ég er búin að vera í einhverju móki síðstu daga og nenni ekki miklu. Er að vinna í einhverri leiðindar ritgerð sem gengur vægast sagt hægt. Maður gleymir sér alltaf og fer bara að vafra eitthvað um netið og skoða eitthvað drasl. Það er samt ótrúlegt hvað ég eyði miklum tíma á hverjum degi að lesa sömu fáu heimasíðurnar. Fer alltaf sama hringinn. Ég byrja á mbl.is og fer þaðan á fotbolta.net, því næst á einhverjar nokkrar bloggsíður hjá vinum og kunningjum og svo á póstinn minn og kannski tvær til þrjár síður í viðbót, og svo byrja ég bara á sama hringnum aftur. Hvað gerðu menn eiginlega áður en Internetið kom?
Annars þyrfti ég verulega að taka mína námstækni í gegn. Í stað þess að nota einhverja viðurkennda heimildabanka eins og Web of Science og brittanicu og hvað þeir heita allir, er ég enn að notast við Google og Wikipedia. Og helst þá aðeins Íslenskar greinar, því maður er svo latur að maður nennir ekki að lesa enskuna. Passa mig bara á því að setja þessar heimildir ekki í heimildasrkánna, því það myndi sjálfsagt þýða fall. En á meðan þetta virkar er þá nokkur ástæða til að breyta?
Nú mundu sjálfsagt einhverjir samviskusamir vitringar koma með þessar sömu gömlu tuggur. Spyrja mig að því hvort ég sé ekki að læra fyrir sjálfan mig og að þetta muni koma mér í koll síðar meir, en málið er að maður er búinn að fá að heyra þetta síðan maður var í barnaskóla og aldrei hefur þetta komið manni neítt í koll.
P.S. Læt fylgja með myndband af skemmtilegasta leikmanni ensku deildarinnar http://kvikmynd.is/video.asp?land=&offset=54&ba=itrottir&id=2641
Skoðanakönnun!!
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.4.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 519
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Af mbl.is
Innlent
- Innhverf manneskja sem elskar fólk
- Potturinn þrefaldur næst
- Hlýjasta aprílbyrjun aldarinnar
- Mótmæla brottvísun Oscars
- Töluvert magn fíkniefna á Húsavík
- Bora tvo kílómetra í leit að vatni fyrir Hafnarfjörð
- Strandaglóparnir komast að óbreyttu heim í kvöld
- Erfiður vetur og veikindi enn mikil
- Stútur reyndi að snúa við á ölvunarpósti
- Þjóðin öll upplifði hann sem vin sinn
Athugasemdir
Lehmann er alltaf góður. Never a dull moment, eins og tjallinn segir.
Gísli Einar Ragnarsson, 13.3.2007 kl. 23:18
Það er nú ekkert erfitt að pirra Lehmann...enda fær nú kallinn ansi mörg gul spjöld af markmanni að vera.
Daði Már Sigurðsson, 14.3.2007 kl. 21:41
já hann er helvíti pirraður kallinn. Fyndið líka þegar hann þykist alltaf meiðast svo mikið ef einhver snertir hann..Alger gullmoli peyjinn
Böðvar Einarsson, 15.3.2007 kl. 12:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.