Hmm.......

Ekki er nú mikið búið að gerast síðustu daga, er búinn að vera að vinna eins og fáráður og lítið mætt í skólann. Sem er nú ekki gott, en einhvern veginn verður maður víst að borga reikningana. Annars er það helst að frétta að við skötuhjú erum að flytja í Hveragerði eða Húrígúri eins og hann er stundum kallaður um næstu mánaðarmót. Þetta nýja heimili okkar er í sama húsi og Snúllabar var, á efri hæðinni. Sem sagt í hjarta Hveragerðis.

Ætlunin er að eiga heima þarna í sumar og sjá svo til hvað við gerum í haust. Ef Gunna ætlar að ganga menntaveginn áfram eftir stúdentinn, getur verið að við flýjum sveitina og setjumst að á mölinni, en hún er ennþá að ákveða sig. Er nú alltaf að reyna að benda henni á að fara í eitthvað sem veitir góðar tekjur og öruggt starf. Heyrirðu það Gunna!!.. sérstaklega þar sem stjórnmálafræðingar eru margir hverjir atvinnulausir eða óbrettir verkamenn.  Get þó huggað mig við það að sennilega get ég gengið beint inn í úrítandeildina í SETLoL að loknu námi. Nema maður gerist framsóknarmaður og fari að skrifa á fullu fyrir þá. Þeir sjá um sína, enda orðnir frekar fáir er það ekki?  

Ég vil samt taka það fram að þótt ég muni eiga heima í Hveragerði í sumar þá er ég enn Selfyssingur og verð alltaf selfyssingur í hjarta mínuCrying


« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 identicon

Böðvar, þú ert rauðhærður og núna flyturu í Hveragerði og syngur einhverja blómasöngva, hvar endar þetta!?

steinar (IP-tala skráð) 2.4.2007 kl. 00:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Böðvar Einarsson
Böðvar Einarsson
Nemi í stjórnmálafræði og Nallari með meiru

Skoðanakönnun!!

Hvern af eftirtöldum mönnum mynduð þið mest vilja fótbrjóta?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband